7/17/2020 Ákvarðanir 2016 handa forsetaefni, sem flest atkvæði hefur hlotið, en rísi ágreiningur um kjörgengi forsetaefnis sker Hæstiréttur úr. Í fimmta lagi gefur Hæstiréttur samkvæmt 12. gr. laganna út kjörbréf þegar að liðnum framboðsfresti handa forsetaefni, sem reynist vera eitt í kjöri. Í sjötta lagi ber réttinum samkvæmt 13. gr. laganna að senda eftirrit af kjörbréfi til forseta Alþingis og þess ráðherra, sem fer með málefni forseta Íslands. Loks tekur Hæstiréttur samkvæmt 2. mgr. 14. gr. laganna við kærum um „ólögmæti forsetakjörs“, öðrum en refsikærum, og leysir úr þeim, en þær verða að berast í síðasta lagi fimm dögum fyrir fund samkvæmt 11. gr. laganna. Í þeim ákvæðum laga nr. 36/1945, sem að framan eru rakin, er hvergi að finna heimild til að kæra til Hæstaréttar tilteknar ákvarðanir eða gerðir ráðherra, kjörstjórna eða annarra stjórnvalda um undirbúning eða framkvæmd forsetakjörs. Almenna heimildin, sem felst í 2. mgr. 14. gr. laganna til að beina til réttarins kærum um ólögmæti forsetakjörs, leiðir á hinn bóginn til þess að leita megi eftir ógildingu forsetakjörs í heild, þar á meðal vegna afmarkaðra annmarka á undirbúningi þess eða framkvæmd, en Hæstiréttur getur ekki á þeim grunni ógilt tilteknar ákvarðanir um slík efni eða breytt þeim. Kjör forseta Íslands á að fara fram 25. júní 2016. Eðli máls samkvæmt getur Hæstiréttur ekki fjallað um gildi forsetakjörs sem ekki hefur verið lokið. Stendur því engin heimild í lögum nr. 36/1945 til að beina erindi kærandans til Hæstaréttar og er því af þessum sökum vísað frá réttinum. Miðvikudaginn 15. júní 2016 Endurrit úr gerðabók Hæstaréttar við kjör forseta Íslands ---ooo000ooo--- Ár 2016, miðvikudaginn 15. júní, er þing Hæstaréttar sett í dómhúsi réttarins af hæstaréttardómurunum Markúsi Sigurbjörnssyni, Benedikt Bogasyni, Eiríki Tómassyni, Gretu Baldursdóttur, Helga I. Jónssyni, Karli Axelssyni og Viðari Má Matthíassyni og Ingibjörgu Benediktsdóttur og Ingveldi Einarsdóttur settum hæstaréttardómurum. Hæstarétti hefur borist „kæra vegna ólögmætrar utankjörfundarkosningu í forsetakjöri 2016“, dagsett 2. júní 2016, frá Bjarna V. Bergmann, Þórólfi Júlían Dagssyni og Birni Leví Gunnarssyni, sem hér á eftir verða nefndir kærendur. Með bréfi réttarins 3. júní 2016 var þeim gefinn kostur á að gera nánari grein fyrir þessu erindi og barst af því tilefni greinargerð þeirra 6. sama mánaðar. Með því að fram kom í greinargerðinni að kæru væri beint að innanríkisráðherra og utanríkisráðherra var þeim gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum og bárust þær réttinum 13. júní 2016. Að ákvörðun þessari standa níu af dómurum Hæstaréttar, sbr. 4. mgr. 7. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla. I Samkvæmt auglýsingu forsætisráðherra 5. mars 2016 fer kjör forseta Íslands fram 25. júní 2016. Í greinargerð kærenda segir að kæra snúi að framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna forsetakjörsins, en þó aðeins á tímabilinu 30. apríl til 25. maí 2016. Að þessari framkvæmd standi innanríkisráðuneytið að því er varðar atkvæðagreiðsluna innanlands, en utanríkisráðuneytið hafi hana á hendi að því leyti sem hún fari fram erlendis. Sé þess krafist að „utankjörfundarkosning í forsetakjöri 2016“ á framangreindu tímabili „verði felld úr gildi.“ Um rök fyrir þessari kröfu vísa kærendur til þess að samkvæmt auglýsingum utanríkisráðuneytisins 28. apríl 2016 og innanríkisráðuneytisins 30. sama mánaðar hafi síðastgreindan dag mátt hefja atkvæðagreiðslu utan kjörfundar, bæði utanlands og innanlands. Framboðsfresti við forsetakjörið hafi þó ekki lokið fyrr en 20. maí 2016, sbr. 4. gr. laga nr. 36/1945 um framboð og kjör forseta Íslands, og hafi innanríkisráðherra birt auglýsingu 25. sama mánaðar, þar sem komið hafi fram að níu nafngreindir menn væru í framboði. Kærendur telji að helst verði ráðið að ákvörðun um að hefja mætti atkvæðagreiðslu utan kjörfundar 30. apríl 2016 hafi verið tekin með tilliti til 57. gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis, þar sem segi að hefja skuli slíka atkvæðagreiðslu svo fljótt sem kostur sé eftir að kjördagur hafi verið ákveðinn, en þó ekki fyrr en átta vikum fyrir kjördag. Ákvörðun þessi hafi á hinn bóginn farið í bága við 6. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 36/1945, enda segi í 1. mgr. fyrrnefndu lagagreinarinnar að kjósandi, sem greiði atkvæði utan kjörfundar, riti á kjörseðil nafn þess frambjóðanda, sem hann vilji kjósa af þeim sem í kjöri séu. Allt þar til innanríkisráðherra hafi birt fyrrnefnda auglýsingu 25. maí 2016 hafi í raun engir frambjóðendur verið í kjöri og hafi kjósendur af þeim sökum ekki getað fyrir þann tíma greitt atkvæði utan kjörfundar í samræmi við reglu 1. mgr. 6. gr. laga nr. 36/1945. Með þessu hafi orðið veruleg hætta á að fyrir borð séu bornir almannahagsmunir, bæði gagnvart frambjóðendum, sem eigi rétt á að framboð þeirra hljóti sambærilega og réttláta meðferð stjórnvalda, og gagnvart kjósendum, sem hafi hagsmuni af því að vera upplýstir um valkosti sem þeim standi til boða í kosningum. Í athugasemdum, sem innanríkisráðuneytið og utanríkisráðuneytið beindu hvort fyrir sitt leyti til Hæstaréttar í tilefni af framangreindri kæru, er efnislega vísað til þess að samkvæmt 3. mgr. 6. gr. laga nr. 36/1945 gildi lög um kosningar til Alþingis https://www.haestirettur.is/akvardanir/2016/ 2/17

Select target paragraph3