7/17/2020 Ákvarðanir 2016 eftir því sem við á um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar við forsetakjör, að gættri áðurnefndri reglu 1. mgr. sömu lagagreinar. Samkvæmt því gildi við forsetakjör ákvæði 57. gr. laga nr. 24/2000, þar sem fram komi að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar megi hefjast átta vikum fyrir kjördag, en um kosningar til Alþingis gildi þessi regla þó svo að framboðsfrestur við þær renni ekki út fyrr en 15 dögum fyrir kjördag. Í tengslum við það verði að gæta að því að samkvæmt 88. gr. og 2. mgr. 91. gr. laga nr. 24/2000, sem gildi við forsetakjör eftir 3. mgr. 6. gr. laga nr. 36/1945, geti kjósandi, sem greitt hefur atkvæði utan kjörfundar, gert það aftur hvort heldur á sama hátt eða á kjörfundi. Þennan rétt geti kjósandi nýtt hafi hann greitt atkvæði utan kjörfundar manni, sem síðan reynist ekki vera í framboði, eða vilji hann fremur greiða öðrum frambjóðanda atkvæði sitt. II Samkvæmt 2. gr. laga nr. 36/1945 eru undirkjörstjórnir og yfirkjörstjórnir við forsetakjör þær sömu og við alþingiskosningar, en auk þeirra skal Hæstiréttur hafa með höndum þau störf, sem mælt er fyrir um í lögunum. Þau störf felast nánar tiltekið í fyrsta lagi í því að Hæstiréttur tekur við gögnum frá innanríkisráðuneytinu um framboð við forsetakjör og auglýsingu þess um hverjir séu í kjöri, sbr. 4. gr. laganna. Í öðru lagi úrskurðar Hæstiréttur samkvæmt 2. mgr. 7. gr. laganna um hvort fresta þurfi forsetakjöri vegna andláts forsetaefnis og undirbúa kjör að nýju. Í þriðja lagi ber Hæstarétti að halda sérstaka gerðabók um málefni vegna forsetakjörs, sbr. 8. gr. laganna. Í fjórða lagi tekur Hæstiréttur samkvæmt 11. gr. laganna að afstöðnum forsetakosningum við eftirriti úr gerðabókum yfirkjörstjórna og ágreiningskjörseðlum og boðar síðan forsetaefni eða umboðsmenn þeirra til fundar, þar sem úrskurða skal um gildi ágreiningsseðla, lýsa úrslitum kosninga og gefa út kjörbréf handa forsetaefni, sem flest atkvæði hefur hlotið, en rísi ágreiningur um kjörgengi forsetaefnis sker Hæstiréttur úr. Í fimmta lagi gefur Hæstiréttur samkvæmt 12. gr. laganna út kjörbréf þegar að liðnum framboðsfresti handa forsetaefni, sem reynist vera eitt í kjöri. Í sjötta lagi ber réttinum samkvæmt 13. gr. laganna að senda eftirrit af kjörbréfi til forseta Alþingis og þess ráðherra, sem fer með málefni forseta Íslands. Loks tekur Hæstiréttur samkvæmt 2. mgr. 14. gr. laganna við kærum um „ólögmæti forsetakjörs“, öðrum en refsikærum, og leysir úr þeim, en þær verða að berast í síðasta lagi fimm dögum fyrir fund samkvæmt 11. gr. laganna. Í þeim ákvæðum laga nr. 36/1945, sem að framan eru rakin, er hvergi að finna heimild til að kæra til Hæstaréttar tilteknar ákvarðanir eða gerðir ráðherra, kjörstjórna eða annarra stjórnvalda um undirbúning eða framkvæmd forsetakjörs. Almenna heimildin, sem felst í 2. mgr. 14. gr. laganna til að beina til réttarins kærum um ólögmæti forsetakjörs, leiðir á hinn bóginn til þess að leita megi eftir ógildingu forsetakjörs í heild, þar á meðal vegna afmarkaðra annmarka á undirbúningi þess eða framkvæmd, en Hæstiréttur getur ekki á þeim grunni ógilt tilteknar ákvarðanir um slík efni eða breytt þeim. Kjör forseta Íslands á að fara fram 25. júní 2016. Eðli máls samkvæmt getur Hæstiréttur ekki fjallað um gildi forsetakjörs sem ekki hefur verið lokið. Stendur því engin heimild í lögum nr. 36/1945 til fyrirliggjandi kæru og er henni því vísað frá Hæstarétti. Miðvikudaginn 22. júní 2016 Endurrit úr gerðabók Hæstaréttar við kjör forseta Íslands ---ooo000ooo--- Ár 2016, miðvikudaginn 22. júní, er þing Hæstaréttar sett í dómhúsi réttarins af hæstaréttardómurunum Markúsi Sigurbjörnssyni, Benedikt Bogasyni, Gretu Baldursdóttur og Helga I. Jónssyni og Ingibjörgu Benediktsdóttur og Ingveldi Einarsdóttur settum hæstaréttardómurum. Hæstarétti hefur borist erindi 15. júní 2016 með yfirskriftinni: „Kæra til Hæstaréttar Íslands um ólögmæti forsetakjörs þann 25. júní 2016“ frá Magnúsi Ingberg Jónssyni, sem hér á eftir verður nefndur kærandi, en þar krefst hann þess að „forsetakjör það sem fyrirhugað er þann 25. júní ... verði úrskurðað ólögmætt.“ Með því að kæran lýtur að atriðum, sem eiga eftir ákvæðum laga nr. 36/1945 um framboð og kjör forseta Íslands undir innanríkisráðherra, gaf Hæstiréttur ráðuneyti hans kost á að koma á framfæri athugasemdum og bárust þær réttinum 21. júní 2016. Að ákvörðun þessari standa sex af dómurum Hæstaréttar, sbr. 4. mgr. 7. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla. I Samkvæmt auglýsingu forsætisráðherra 5. mars 2016 fer kjör forseta Íslands fram 25. júní 2016. Í auglýsingunni var tekið mið af því að samkvæmt 4. gr. laga nr. 36/1945 beri þeim, sem hafi hug á að gefa kost á sér í forsetakjöri, að skila til innanríkisráðuneytisins ekki síðar en fimm vikum fyrir kjördag framboði ásamt tilteknum fjölda meðmælenda úr hverjum landsfjórðungi og vottorðum yfirkjörstjórna um að þeir séu kosningarbærir, sbr. 1. mgr. 3. gr. sömu laga, en framboðsfrestur í https://www.haestirettur.is/akvardanir/2016/ 3/17

Select target paragraph3