7/17/2020 Ákvarðanir 2011 Í bréfi Óðins Sigþórssonar til Hæstaréttar 29. desember 2010 áréttar hann þá skoðun að óheimilt hafi verið að víkja frá ákvæðum 81. gr. laga nr. 24/2000 um kjörklefa og að kjósandi megi þar einn vera. Þannig hafi útfylling kjörseðils í almenningi verið ósamrýmanleg fyrirmælum ákvæðisins enda teljist þau pappaskilrúm sem notuð voru ekki kjörklefi í skilningi þess. Framkvæmdarvaldið geti ekki tekið sér það vald að víkja frá lögum um framkvæmd kosninga með matskenndum hætti en það skapi hættu á að mannréttindi séu ekki virt. 4. Bæði Þorgrímur S. Þorgrímsson og Óðinn Sigþórsson kæra að kjósendum hafi verið bannað að brjóta kjörseðilinn saman eftir að hann hafði verið útfylltur. Telja þeir það fara í bága við skýr fyrirmæli 85. gr. laga nr. 24/2000, sbr. 1. mgr. 11. gr. laga nr. 90/2010, en þar komi fram að þegar kjósandi hafi gengið frá kjörseðli sínum skuli hann brjóta seðilinn í sama brot og hann var í þegar hann tók við honum, ganga út úr klefanum og að atkvæðakassanum og leggja seðilinn í kassann í viðurvist fulltrúa kjörstjórnar. Þá árétta þeir að þetta ákvæði verði að skýra til samræmis við 87. gr. laga nr. 24/2000, sbr. 1. mgr. 11. gr. laga nr. 90/2010, en þar segir að láti kjósandi sjást hvað sé á seðli hans sé seðillinn ónýtur og megi ekki leggja hann í atkvæðakassann. Jafnframt sé það refsivert samkvæmt d. lið 125. gr. laga nr. 24/2000 sem fram komi XXV. kafla laganna, ef kjósandi sýnir af ásettu ráði hvernig hann kýs eða hefur kosið. Í því sambandi sé rétt að hafa í huga að það sé sérstaklega áréttað að sá kafli gildi um kosningar til stjórnlagaþings í 2. mgr. 15. gr. laga nr. 90/2010. Í bréfi til Hæstaréttar 3. janúar 2011 vísar lögmaður Þorgríms S. Þorgrímssonar skýringum landskjörstjórnar á bug. Það sé sitthvað textinn á kjörseðlinum og seðillinn sjálfur. Vissulega sé í lögum nr. 90/2010 sérákvæði um textann á kjörseðlinum. Þau ákvæði fjalli ekkert um seðilinn sjálfan, þ.e. stærð hans, pappírinn í honum og brot hans. Af þeim sökum gildi ákvæði laga nr. 24/2000 um þau atriði. Í bréfi Óðins Sigþórssonar til Hæstaréttar 29. desember 2010 mótmælir hann skýringu landskjörstjórnar á 85. gr. laga nr. 24/2000 og bendir á að rétt sé að líta til uppruna ákvæðisins við skýringu þess en í 35. gr. laga nr. 18/1903 segi að kjósandinn „brýtur seðilinn einu sinni saman þannig að letrið snúi inn“. Skýring landskjörstjórnar á 85. gr. laga nr. 24/2000 fái því ekki staðist. 5. Þorgrímur S. Þorgrímsson kærir að þeir pappírskjörkassar sem notaðir hafi verið í stað hefðbundinna kjörkassa hafi ekki uppfyllt skilyrði 2. mgr. 69. gr. laga nr. 24/2000, sbr. 1. mgr. 11. gr. laga nr. 90/2010, en þar segi að atkvæðakassinn skuli þannig útbúinn að ekki sé unnt að ná kjörseðli úr honum án þess að opna hann og þannig að unnt sé að læsa honum. Í 76. gr. komi síðan fram að áður en atkvæðagreiðsla hefjist skuli kjörstjórnin og umboðsmenn gæta þess að atkvæðakassi sé tómur og síðan læsa honum. Umræddir pappírskjörkassar hafi ekki uppfyllt þessi skilyrði. 6. Skafti Harðarson kærir að frambjóðendum hafi ekki verið heimilað og gert kleift að hafa umboðsmann viðstaddan kosninguna sjálfa svo og talningu atkvæða sem skylt sé samkvæmt 39. gr. laga nr. 24/2000. Sé þetta svo verulegur ágalli á framkvæmd kosningar og talningar atkvæða að ógildi varði. 7. Óðinn Sigþórsson kærir að kjörbréf hafi verið gefin út til fulltrúa sem hafi ekki hlotið tilskilinn atkvæðafjölda eða svokallaðan sætishlut til þess að ná kosningu. Hann vísar til þess að í 2. tölulið 14. gr. laga nr. 90/2010 séu ákvæði um sætishlut sem lögboðið hlutfall af gildum kjörseðlum. Þessi sætishlutur í kosningum til stjórnlagaþings hafi verið 3167 atkvæði samkvæmt upplýsingum landskjörstjórnar. Í 5. tölulið 14. gr. laganna segi að úthluta skuli frambjóðanda sæti þegar atkvæðatala hans sé orðin jöfn eða hærri en sætishluturinn. Sé sérstaklega vikið að því að þetta ákvæði eigi einnig við um þegar beitt sé ákvæðum 6. og 7. töluliðar 14. gr. laganna. Af þessu leiði að skilyrði þess að frambjóðandi hafi náð kosningu til stjórnlagaþings sé að hann hafi fengið að lágmarki 3167 atkvæði sem jafngildi sætishlutnum. Samkvæmt opinberum upplýsingum hafi aðeins 11 frambjóðendur náð sætishlut í kosningunum 27. nóvember og þar með gildri kosningu. Þeir 14 sem á eftir komu og hafi fengið útgefin kjörbréf úr hendi landskjörstjórnar til setu á stjórnlagaþingi hafi fengið færri atkvæði en áskilið sé í 14. gr. laganna þegar beitt hafði verið ákvæðum 6. og 7. töluliðs við talninguna. Þessir frambjóðendur hafi því ekki náð kosningu til stjórnlagaþings og því beri að ógilda útgefin kjörbréf til þeirra. 8. Skafti Harðarson kærir að talning atkvæða sé haldin annmörkum þar sem hún hafi farið fram í vélum sem enginn vissa sé fyrir hendi um að telji rétt. Til vara krefst hann þess að handvirk en ekki vélræn talning fari fram á ný þar sem kjósendur hafi enga tryggingu fyrir því að vélar þær, sem notaðar voru, hafi lesið rétt úr atkvæðum kjósenda. IV Hér á eftir verður stuttlega vikið að því sem fram kom í greinargerðum landskjörstjórnar og dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins 22. desember 2010. Í greinargerð landskjörstjórnar 22. desember 2010 var rakið fyrst með almennum hætti hver verkefni landskjörstjórnar hefðu verið við kosningar til stjórnlagaþings. Bent var á að í II. kafla laga nr. 90/2010 sé fjallað um kosningar til stjórnlagaþings. Þar sé vísað til þess að fyrirmæli laga um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000, gildi um nánar tilgreind atriði eða að þau gildi um tiltekin atriði „eftir því sem við á“. Þannig geri 1. mgr. 10. gr. laganna ráð fyrir því að dómsmála- og mannréttindaráðuneytið skuli haga sendingum kjörgagna í samræmi við lög um kosningar til Alþingis. Þá segi í 1. mgr. 11. gr. að um kjördeildir, kjörstaði og framkvæmd atkvæðagreiðslunnar fari „að öðru leyti samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis eftir því sem við á“ eins og segi í ýmsum greinum laganna. Í lokamálsgrein 11. gr. segi enn fremur að ganga skuli frá kjörgögnum í samræmi við 95. gr. laga um kosningar til Alþingis. Tekið sé fram að um meðferð atkvæða, gildi þeirra og framkvæmd talningar fari eftir lögum nr. 24/2000 eftir því sem við eigi að teknu tilliti til 14. gr. laganna, sbr. 2. mgr. 13. gr. laga um stjórnlagaþing. Loks segi í 2. mgr. 15. gr. laganna að ákvæði 114. gr., XIX., XX., XXIV. og XXV. kafla laga um kosningar til Alþingis gildi um kosningar til stjórnlagaþings „að svo miklu leyti sem við getur átt.“ Landskjörstjórn benti á að lögum um stjórnlagaþing hefði verið breytt nokkuð með lögum nr. 120/2010, sem tóku gildi við birtingu þeirra 23. september 2010. Með þeim hafi m.a. verið kveðið á um annað form kjörseðilsins og veitt heimild fyrir dómsmála- og mannréttindaráðherra til að falla frá ákvæðum laganna um rafræna kjörskrá. Með auglýsingu í Lögbirtingablaði 23. september 2010 hefði ráðherra tilkynnt að ekki https://www.haestirettur.is/akvardanir/2011/ 3/14

Select target paragraph3